Bæjarmálafélagið sparaði kosningaglingrið og gaf bænum blómaker

 

 annað kerjanna.

Bæjarmálafélagið ákvað í upphafi kosningabaráttunnar að sleppa því að kaupa ýmislegt smálegt kynningarefni enda krepputímar sem kalla á ráðdeild og sparnað en nota þess í stað eitthvað af þvi sem sparaðist sem glatt gæti bæjarbúa. Fyrir valinu varð að kaupa tvö blómaker með blómum sem afhent voru bæjarstjóra með svohljóðandi gjafabréfi:

Gjafabréf til Bolungarvíkurbæjar

Tvö blómaker

til notkunar við sundlaug og félagsheimili

Við bæjarfulltrúar og frambjóðendur K-lista Bæjarmálafélags Bolungarvíkur tókum þá ákvörðun í upphafi kosningabaráttu okkar að eyða ekki fjármunum í ýmislegt smálegt kynningarefni en þess í stað að nota fjármunina til að gleðja bæjarbúa.

Okkur fannst viðeigandi að gera það með því að gefa bæjarbúum tvö blómaker með sumarblómum til að hafa við tvo þá helstu staði í samfélaginu þar sem við bæjarbúar komum saman, við sundlaugina og félagsheimilið. Það eru líka þeir tveir staðir sem við höfum lagt áherslu á að efla, því að það er mikilvægt að við höfum vettvang til að koma saman til samveru og samræðna og styrkja bæði líkama og sál.

Í samræðum verða til hugmyndir sem munu leiða okkur á vit nýrra tækifæra. Blómakerin eru úr gömlum bobbingum og eru táknræn fyrir að Bolungarvík byggir undirstöðu sína á sjávarútvegi, þau eru endurunnin en víða eru gamlir hlutir sem fengið geta nýja lífdaga með hugviti og verkkunnáttu íbúa en kerin eru unnin í vélsmiðjunni Mjölni, Bolungarvík.  Blómin minna okkur á sumarið framundan, því að á eftir vetri kemur alltaf sumar.

Vinnum saman að blómlegri byggð í Bolungarvík!

Bæjarmálafélag Bolungarvíkur

IMG_0545

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband