Dagskráin framundan!

Ágætu BolvíkingarNú styttist í kosningar!

Stefnuskráin okkar hefur nú verið borin út á öll heimili í bænum og við vonum að allir séu duglegir að kynna sér hana og þau gildi sem Bæjarmálafélagið leggur áherslu á í stjórnun bæjarins

Þriðdagskvöldið 25. maí verður opið hús að vanda og heitt á könnunni lumar þú á pönnukökum?

Á miðvikudagskvöldið þann 26. maí kl. 20:00 ætla frambjóðendur K- lista, Bæjarmálafélags Bolungarvíkur að sitja fyrir svörum um stefnuskrána og hvetjum við bæjarbúa til að koma og ræða þau mál sem eru þeim hugleikin. Við viljum heyra ykkar sjónarmið svo að hún megi þróast í samræmi við vilja og áherslur bæjarbúa.  

Fimmtudagskvöldið kl. 20:00 tökum við þátt í sameiginlegum framboðsfundi beggja lista og er fundurinn í sal  Ráðhúss Bolungarvíkur. Það verður nú vafalaust spennandi að fylgjast með þeim umræðum eða hvað?Á föstudagskvöldið ætlum við vera skemmtileg og vera með allskonar fyrir ALLA... Smile

Það er helgi við hættum streði - nú er gítar og gleði !!! Frambjóðendur stíga á stokk í bolvísku „Actionary „ Hver þeirra skyldi fá hlutverk á nýja sviðinu í félagsheimilinu!!! Við byrjum kl. 21:00

LAUGARDAGUR...Við ætlum að sjálfsögðu að hafa kosningakaffi á kjördag á kosningaskrifstofunni frá kl. 14:00 - 18:00

Um kvöldið verður svo Kosningavaka frá kl. 19:00 á Höfðastígnum (Kosningaskrifstofunnu) sem byrjar með Eurvision Partýi – og frambjóðendurnir hita að sjálfsögðu upp og taka lagið!!! Síðan hefst spennanKAUST ÞÚ RÉTT!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband