Færsluflokkur: Bloggar
14.5.2010 | 01:14
Framundan
Kosningaskrifstofan verður lokuð um helgina vegna jarðarfarar.
Á mánudag munu þau Sossa, Jóhann og Gunnar Hallsson sitja fyrir svörum á Höfðastígnum frá klukkan 20.00-21.00 þar sem fólki gefst kostur á að spyrja þau í þaula útí öll þau atriði sem þau báru ábrygð á í sinni meirihlutatíð með A-listanum. Endilega mætum sem flest og spyrjum þau í þaula. Hvað viljum við vita? T.d um Félagsheimilið? Sundlaugargarðinn? Framkvæmdirnar? Peningamálin? Skólamálin? Umsvifin? Stjórnarslitin? Hið margumtalaða "fjármálasukk?"
Eflaust hafa allir spurningar og hvetur Bæjarmálafélagið bæjarbúa til að koma og bera þær fram. Það er stór partur af lýðræðislegri stefnu Bæjarmálafélags Bolungarvíkur að bæjarbúar hafi aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þarfnast. Og því er einungis hægt að framfylgja með því að spyrja. Og fá svör.
Allir velkomnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 12:11
Fyrirhugaður flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaganna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2010 | 00:05
Atvinnumálafundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 23:59
Yfirfærsla á sveitarfélögin
Miðvikudagskvöldið 12. maí, kemur Sóley Guðmundsdóttir frá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra til okkar á Höfðastíg 6 og við munum ræða aðgerð þá sem stendur nú fyrir dyrum, þ.e.a.s. yfirfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Um gríðarlega mikilvægan málaflokk er að ræða og nauðsynlegt að við fræðumst öll um þessi mál. Við hvetjum alla Bolvíkinga sem láta sig málið varða til að koma og kynna sér málefnið.
Lýðræðiskveðjur, Bæjarmálafélag Bolugnarvíkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2010 | 22:18
hvað er framundan í atvinnumálum í Bolungarvík?
Bloggar | Breytt 10.5.2010 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 23:47
Framboðslisti Bæjarmálafélags Bolungarvíkur.
Bæjarmálafélag Bolungarvíkur, óháð og lýðræðisleg stjórnmálahreyfing íbúa í Bolungarvík samþykkti á almennum félagsfundi þann 4. maí 2010 s.l. framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að undangenginni skoðanakönnun á meðal bæjarbúa sem fór fram daganna 28.4 og 2.5. 2010. Framboðslisti Bæjarmálafélagsins er eftirfarandi:
- Ketill Elíasson Fiskeldisfræðingur Traðarstíg 1, 415 Bolungarvík
- Jóhann Hannibalsson Bæjarfulltrúi/bóndi Hanhóli, 415 Bolungarvík
- Ylfa Mist Helgadóttir Aðhlynning aldraðra Vitastíg 12, 415 Bolungarvík
- Arnþór Jónsson Véltæknifræðingur Geirastöðum, 415 Bolungarvík
- Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir Tölvunarfræðinemi Bakkastíg 6a 415 Bolungarvík
- Kristrún Hermannsdóttir Húsmóðir/sjúkraþjálfariGrundarhóli 1, 415 Bolungarvík
- Roelof Smelt Tölvunarfræðingur Þjóðólfsvegi 9, 415 Bolungarvík
- Birna Hjaltalín Pálmadóttir Æskulýðsfulltrúi Þjóðólfsvegi 9, 415 Bolungarvík
- Lárus Benediktsson Verkamaður/form.VSB Holtabrún 17, 415 Bolungarvík
- Gunnar Sigurðsson Skrifstofustjóri Hólsvegi 6, 415 Bolungarvík
- Matthildur Guðmundsdóttir Bankastarfsmaður Hólsvegi 7, 415 Bolungarvík
- Sigurður Guðmundur Sverrisson Vegavinnuflokkstjóri Hlíðarstræti 22, 415 Bolungarvík
- Elías Ketilsson Útgerðarmaður Þjóðólfsvegi 3, 415 Bolungarvík
- Birna Hjaltalín Pálsdóttir Húsmóðir Þjóðólfsvegi 5, 415 Bolungarvík
Bloggar | Breytt 5.5.2010 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 19:34
Velkomin á nýja síðu Bæjarmálafélags Bolungarvíkur.
Núna stendur sem hæst, forval fyrir framboðslista Bæjarmálafélags Bolungarvíkur. Að sögn kjörstjórnar hefur verið rennerí af fólki síðan opnað var klukkan tvö í dag.
Vonandi taka sem flestir Bolvíkingar þátt í þessari skoðanakönnun og hafa þar með áhrif á framboðslistann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)