Kosningaúrslit 2006 og 2010

Þá liggja kosningaúrslitin 2010 fyrir - litlar breytingar eru á niðurstöðu. D og A nú Sjálfstæðismenn og óháðir sjálfstæðismenn með 4 menn kjörna og K listi Bæjarmálafélagsins með 3 menn kjörna eins og í kosningunum 2006. Eftirfarandi íbúar voru kosnir í bæjarstjórn:

1. D - Elías Jónatansson
2. K - Ketill Elíasson
3. D - Anna Guðrún Edvardsdóttir
4. D - María Elísabet Jakobsdóttir
5. K - Jóhann Hannibalsson
6. D - Baldur Smári Einarsson
7. K - Ylfa Mist Helgadóttir

Við í Bæjarmálafélaginu erum stolt að stefnuskránni sem við lögðum fram og þeim gildum sem við stöndum fyrir. Hjá okkur gátu allir bæjarbúar boðið sig fram og allir bæjarbúar gátu kosið um röðun framboðslista. Þar var ekki forsjárhyggju fámennrar klíku til að dreifa sem réði skipan framboðslista.

Bæjarmálafélagið vill þakka öllum þeim sem lögðu kosningaundirbúningnum lið og íbúum fyrir kosningaþátttöku þeirra. Kosningrétturinn er mikilvæg lýðræðisleg réttindi og ábyrgð okkar kjósanda sú að kynna okkur stefnumál og taka afstöðu til málefna.

Úrslit kosninga 2006 og 2010 var eftirfarandi:

2006
 A – Afl til áhrifa = 111 atkvæði (1 fulltrúi)

D – Sjálfstæðisflokkur = 210 atkvæði (3 fulltrúar)

K – Bæjarmálafélag Bolungarvíkur = 232 atkvæði (3 fulltrúar)

A og D listi fengu samanlagt 321 atkvæði 2006 en fá núna 291 atkvæði = 30 atkvæðum minna.

K listinn fékk 232 atkvæði í síðustu kosningum en fær núna 189 atkvæði = 43 atkvæðum minna.

2006 kusu 553 einstaklingar, auðir og ógildir seðlar voru 17.

Í kosningunum núna kusu 480 einstaklingar (en auðir og ógildir voru 35) 

2006 munaði 89 atkvæðum á K lista og A og D samanlagt, en núna munar 102 atkvæðum. Sameiginlegt framboð A og D í þessum kosningum 2010 jók því atkvæðamun um 13 atkvæði. En mun færri kusu og auðir og ógildir seðlar fleiri.

Það er ekki mikill munur á kosningaúrslitunum í ljósi þess hve áróðursmaskína mótframbjóðenda var sett í gang af miklu afli. Vikari og BB voru eins og málpípa þeirra með opnugreinum og forsíðufréttum, sáð var út gróusögun, maður sendur á mann til að reyna að stilla fólki upp við vegg og þingmaðurinn kallaður heim til aðstoðar. Klifað á sama söngnum, fjárhagserfiðleikar bæjarins til margra ára voru heimfærðir upp á 18 mánaða samstarf A og K lista og stöðugar árásir á fyrri oddvita K lista.

Það er kominn tími til að menn vakni til vitundar um það hvað er að gerast í íslensku samfélagi. Svona afbökun á staðreyndum er það sem hefur farið með íslenskt samfélag á þann stað sem það er á í dag. 

En niðurstaða er fengin og við hana verður að una. Vonandi mun þó eiga sér stað hugarfarsbreyting þó hægt verði. Bæjarfulltrúar K- lista mun gera það sem í þeirra valdi stendur til að veita aðhald, ljá máls á framfaramálum og styðja það sem gott er til að gera bæjinn byggilegri í samstarfi við alla bæjarbúa.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband