14.5.2010 | 01:14
Framundan
Kosningaskrifstofan verður lokuð um helgina vegna jarðarfarar.
Á mánudag munu þau Sossa, Jóhann og Gunnar Hallsson sitja fyrir svörum á Höfðastígnum frá klukkan 20.00-21.00 þar sem fólki gefst kostur á að spyrja þau í þaula útí öll þau atriði sem þau báru ábrygð á í sinni meirihlutatíð með A-listanum. Endilega mætum sem flest og spyrjum þau í þaula. Hvað viljum við vita? T.d um Félagsheimilið? Sundlaugargarðinn? Framkvæmdirnar? Peningamálin? Skólamálin? Umsvifin? Stjórnarslitin? Hið margumtalaða "fjármálasukk?"
Eflaust hafa allir spurningar og hvetur Bæjarmálafélagið bæjarbúa til að koma og bera þær fram. Það er stór partur af lýðræðislegri stefnu Bæjarmálafélags Bolungarvíkur að bæjarbúar hafi aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þarfnast. Og því er einungis hægt að framfylgja með því að spyrja. Og fá svör.
Allir velkomnir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.