Fyrirhugaður flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaganna.

Á fundinum sem haldinn var í gær um fyrirhugaða færslu málefni fatlaðra fór Sóley Guðmundsdóttir yfir starfsemi Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Hún skýrði síðan út þær hugmyndir sem unnið er eftir varðandi flutning þessarar þjónustu yfir til sveitarfélaganna. Kom þar fram að ætlunin er að um mun heildstæðari þjónustu verði að ræða. Öll þjónusta við fatlaða verður í einni stofnun í stað margra nú. Stofnuð verði byggðasamlög þar sem svæði ( minnst 8000 manns) taki á þessu sameiginlega. Ekki verður lengur þörf að ganga á milli stofnana og gráu svæðin á sem nú eru á milli þeirra eiga að hverfa. Með þessu yrði hægt að veita betri og markvissari þjónustu og ekki síst ætti hún með þessu fyrirkomulagi að vera af sömu gæðum hvar sem verður á landinu. Fram komu áhyggjur meðal fundarmanna af því að þessar umbreytingar yrðu til þess að verulegur afturkippur yrði í þessum málum og í samskiptum og réttindamálum þurfi að finna upp hjólið á ný. Þá var það nokkuð almenn skoðun að nú myndi hið opinbera leika sama leikinn og þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna og flytja skyldurnar en gleyma fjármagninu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er það verkefni komandi sveitastjórna að undirbúa þennan flutning vel, svo fyrrnefndar áhyggjur séu óþarfar.

Það kom reyndar líka fram í máli Sóleyjar að stærsta ógnin við þessa yfirfærslu sé skortur á þekkingu sveitastjórnarmanna á málefnum fatlaðra almennt. Því miður þá vantar líka mikið upp á þekkingu og skilning á þeirri hugmyndafræði sem unnið hefur verið eftir.  Það er því algerlega nauðsynlegt að fólk með reynslu og þekkingu á þessu sviði standi vörð um framkvæmd þessa yfirflutnings.

Kristrún Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er algjörlega rétt hjá þér Kristrún. Það er líka nauðsynlegt að komandi sveitastjórnarmenn hafi áhuga á að fræðast sem best um þennan tiltekna málaflokk meðal annars með því að leita til þeirra sem þekkingu hafa á þessum sviðum. Og áhuginn verður að ná lengra fram í tímann er bara fram að kosningum! Því þetta er gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæði fatlaða og ófatlaða, að sem faglegast verði að þessu staðið. Ekki bara að flutningnum, heldur líka,- og kannski sérstaklega, að því starfi sem framundan er og mun vera á ábyrgð bæjarins. Hafi menn ekki þekkinguna, er skilyrði að þeir sæki sér hana! Hafi þeir ekki áhugann, er skilyrði að þeir öðlist hann!

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.5.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband