12.5.2010 | 00:05
Atvinnumálafundur
Fundurinn í gær var nokkuð vel sóttur og greinilegt á fundargestum að þeir láta sig atvinnumál varða. Í máli Örnu Láru Jónsdóttur fulltrúa Impru Nýsköpunarmiðstöðvar kom fram að margskonar aðstoð er í boði fyrir þá sem vilja komast af stað og koma sinni viðskiptahugmynd á koppinn. Mörg dæmi sem hún nefndi voru í byrjun litlar hugmyndir sem síðar undu upp á sig. Má þar nefna til dæmis vöruþróun með smyrsla framleiðandanum Villimey. Þróun á matseðli Einarshúss og fleiri slík verkefni. Ljóst er að í mörgum hugmyndum er eitthvað sem gæti orðið að verðmætasköpun ef rétt er á haldið. Guðrún Stella Gissurardóttir flutti erindi um hvað Vinnumálastofnun er að gera í samstarfi við starfandi fyrirtæki og atvinnuleitendur. Þar sem stofnunin greiðir hluta launa atvinnulauss fólks sem starfar hjá viðkomandi fyrirtæki við störf sem annars væru ekki í boði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.