Framundan

Kosningaskrifstofan verður lokuð um helgina vegna jarðarfarar.

Á mánudag munu þau Sossa, Jóhann og Gunnar Hallsson sitja fyrir svörum á Höfðastígnum frá klukkan 20.00-21.00 þar sem fólki gefst kostur á að spyrja þau í þaula útí öll þau atriði sem þau báru ábrygð á í sinni meirihlutatíð með A-listanum. Endilega mætum sem flest og spyrjum þau í þaula. Hvað viljum við vita? T.d um Félagsheimilið? Sundlaugargarðinn? Framkvæmdirnar? Peningamálin? Skólamálin? Umsvifin? Stjórnarslitin? Hið margumtalaða "fjármálasukk?"

Eflaust hafa allir spurningar og hvetur Bæjarmálafélagið bæjarbúa til að koma og bera þær fram. Það er stór partur af lýðræðislegri stefnu Bæjarmálafélags Bolungarvíkur að bæjarbúar hafi aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þarfnast. Og því er einungis hægt að framfylgja með því að spyrja. Og fá svör.

Allir velkomnir.


Fyrirhugaður flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaganna.

Á fundinum sem haldinn var í gær um fyrirhugaða færslu málefni fatlaðra fór Sóley Guðmundsdóttir yfir starfsemi Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Hún skýrði síðan út þær hugmyndir sem unnið er eftir varðandi flutning þessarar þjónustu yfir til sveitarfélaganna. Kom þar fram að ætlunin er að um mun heildstæðari þjónustu verði að ræða. Öll þjónusta við fatlaða verður í einni stofnun í stað margra nú. Stofnuð verði byggðasamlög þar sem svæði ( minnst 8000 manns) taki á þessu sameiginlega. Ekki verður lengur þörf að ganga á milli stofnana og gráu svæðin á sem nú eru á milli þeirra eiga að hverfa. Með þessu yrði hægt að veita betri og markvissari þjónustu og ekki síst ætti hún með þessu fyrirkomulagi að vera af sömu gæðum hvar sem verður á landinu. Fram komu áhyggjur meðal fundarmanna af því að þessar umbreytingar yrðu til þess að verulegur afturkippur yrði í þessum málum og í samskiptum og réttindamálum þurfi að finna upp hjólið á ný. Þá var það nokkuð almenn skoðun að nú myndi hið opinbera leika sama leikinn og þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna og flytja skyldurnar en gleyma fjármagninu.

Atvinnumálafundur

Fundurinn í gær var nokkuð vel sóttur og greinilegt á fundargestum að þeir láta sig atvinnumál varða. Í máli  Örnu Láru  Jónsdóttur fulltrúa Impru Nýsköpunarmiðstöðvar kom fram að margskonar aðstoð er í boði fyrir þá sem vilja komast af stað og koma sinni viðskiptahugmynd á koppinn. Mörg dæmi sem hún nefndi voru í byrjun litlar hugmyndir sem síðar undu upp á sig. Má þar nefna til dæmis  vöruþróun með smyrsla framleiðandanum Villimey. Þróun á matseðli Einarshúss og fleiri slík verkefni. Ljóst er að í mörgum hugmyndum er eitthvað sem gæti orðið að verðmætasköpun ef rétt er á haldið. Guðrún Stella Gissurardóttir flutti erindi um hvað Vinnumálastofnun er að gera í samstarfi við starfandi fyrirtæki og atvinnuleitendur. Þar sem stofnunin greiðir hluta launa atvinnulauss fólks sem starfar hjá viðkomandi fyrirtæki við störf sem annars væru ekki í boði.

Yfirfærsla á sveitarfélögin

Miðvikudagskvöldið 12. maí, kemur Sóley Guðmundsdóttir frá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra til okkar á Höfðastíg 6 og við munum ræða aðgerð þá sem stendur nú fyrir dyrum, þ.e.a.s. yfirfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Um gríðarlega mikilvægan málaflokk er að ræða og nauðsynlegt að við fræðumst öll um þessi mál. Við hvetjum alla Bolvíkinga sem láta sig málið varða til að koma og kynna sér málefnið.

Lýðræðiskveðjur, Bæjarmálafélag Bolugnarvíkur.


hvað er framundan í atvinnumálum í Bolungarvík?

Mánudagskvöldið 10. maí kl. 20 verður farið ítarlega yfir atvinnumálin í Bolungarvík. Allir eru hvattir til að mæta. Góðir gestir munu kynna ýmis úrræði í atvinnuþróun og vonandi getum við öll "brainstormað" rækilega í kjölfarið! Tökum öll þátt!! Fundarstaður er að Höfðastíg 6.

Stefnumótunarfundur um skipulagsmál, samgöngumál og umhverfismál á fimmtudagskvöld

Stefnumótunarfundur er annað kvöld - fimmtudagskvöld 6. maí kl. 20:00 að Höfðastíg 6. Efni fundarins er: Skipulagsmál, samgöngumál og umhverfismál. Fulltrúar Bæjarmálafélagsins í Umhverfismálaráði verða á staðnum. Heitt á könnunni! Bæjarbúar fjölmennum og tökum þátt í að byggja upp bæinn.

Framboðslisti Bæjarmálafélags Bolungarvíkur.

Bæjarmálafélag Bolungarvíkur, óháð og lýðræðisleg stjórnmálahreyfing íbúa í Bolungarvík samþykkti á almennum félagsfundi þann 4. maí 2010 s.l. framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að undangenginni skoðanakönnun á meðal bæjarbúa sem fór fram daganna 28.4 og 2.5. 2010. Framboðslisti Bæjarmálafélagsins er eftirfarandi: 

  1. Ketill Elíasson   Fiskeldisfræðingur Traðarstíg 1,  415 Bolungarvík
  2. Jóhann Hannibalsson  Bæjarfulltrúi/bóndi Hanhóli, 415 Bolungarvík
  3. Ylfa Mist Helgadóttir   Aðhlynning aldraðra Vitastíg 12,  415 Bolungarvík
  4. Arnþór Jónsson    Véltæknifræðingur Geirastöðum, 415 Bolungarvík
  5. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir  Tölvunarfræðinemi Bakkastíg 6a 415 Bolungarvík
  6. Kristrún Hermannsdóttir   Húsmóðir/sjúkraþjálfariGrundarhóli 1,  415 Bolungarvík
  7. Roelof Smelt    Tölvunarfræðingur Þjóðólfsvegi 9, 415 Bolungarvík
  8. Birna Hjaltalín Pálmadóttir  Æskulýðsfulltrúi Þjóðólfsvegi 9, 415 Bolungarvík
  9. Lárus Benediktsson   Verkamaður/form.VSB Holtabrún 17,  415 Bolungarvík
  10. Gunnar Sigurðsson   Skrifstofustjóri  Hólsvegi 6,  415 Bolungarvík
  11. Matthildur Guðmundsdóttir  Bankastarfsmaður Hólsvegi 7,  415 Bolungarvík
  12. Sigurður Guðmundur Sverrisson Vegavinnuflokkstjóri Hlíðarstræti 22, 415 Bolungarvík
  13. Elías Ketilsson   Útgerðarmaður  Þjóðólfsvegi 3,  415 Bolungarvík
  14. Birna Hjaltalín Pálsdóttir  Húsmóðir  Þjóðólfsvegi 5,  415 Bolungarvík

Velkomin á nýja síðu Bæjarmálafélags Bolungarvíkur.

Núna stendur sem hæst, forval fyrir framboðslista Bæjarmálafélags Bolungarvíkur. Að sögn kjörstjórnar hefur verið rennerí af fólki síðan opnað var klukkan tvö í dag.

Vonandi taka sem flestir Bolvíkingar þátt í þessari skoðanakönnun og hafa þar með áhrif á framboðslistann.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband